Valur er Íslandsmeistari í 4.ka. yngri eftir sigur á Selfoss, 23-20 í kaflaskiptum leik.

Leikurinn var jafn og spennandi allan fyrri hálfleikinn, 12-12 þegar flautað var til leikhlés.

Selfyssingar komu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og náðu fljótlega 3 marka forystu. En Valsmenn komu tvíefldir tilbaka, jöfnuðu metin á skömmum tíma og voru betri á lokasprettinum. Lokatölur 23-20 fyrir Val.

Tryggvi Garðar Jónsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 7 mörk fyrir Val í leiknum.

Við óskum Valsmönnum til hamingju með titilinn.