Valur er Íslandsmeistari í 4.ka. eldri eftir sigur á Selfoss, 24-17.

Leikurinn var jafn framan af en þegar leið á fyrri hálfleik náðu Valsarar forystu og leiddu 12-10 í hálfleik.

Í síðari hálfleik var leikurinn í jafnvægi fyrstu mínúturnar en þá sigu Valsmenn hægt og rólega framúr og lönduðu að lokum öruggum sigri 24-17.

Benedikt Gunnar Óskarsson var valinn maður leiksins en skoraði 9 mörk fyrir Val.

Við óskum Valsmönnum til hamingju með titilinn.