Valur er Íslandsmeistari í 3.kv. eftir 23-22 sigur á Fram. 

Leikurinn var jafn í byrjun og liðin skiptust á að skora, Valskonur sigu hinsvegar fram úr undir lok fyrri hálfleiks og voru 12-8 yfir í hálfleik. 

Valur byrjaði síðari hálfleik eins og þær enduðu þann fyrri og náðu að halda forsskotinu fyrsta korterið. Þá breyttu Frammarar um vörn og náðu og jafna leikinn þegar lítið var eftir. Valsarar voru hinsvegar sterkari í lokin og skoruðu sigurmarkið þegar 4 sekúndur voru eftir. Lokastaða 23-22 í háspennu leik.
Auður Ester Gestsdóttir var frábær í liði Vals og skoraði 8 mörk og var valin maður leiksins.
Við óskum Val til hamingju með titilinn