Selfoss er Íslandsmeistari í 4.ka. eldri eftir 23-22 sigur á Val

Fyrri hálfleikur var jafn og skemmtilegur og staðan í hálfleik var 8-7 Selfoss í vil.

Sama sagan var í seinni hálfleiknum, liðin skiptust á að vera yfir og allt var í járnum fram að síðustu mínútu. Selfyssingar voru betri á lokakaflanum og uppskáru eins marks sigur 23-22.

Jón Vignir Pétursson átti frábæran leik fyrir Selfoss og skoraði 8 mörk. Hann var valinn maður leiksins.

Við óskum Selfoss til hamingju með titilinn.