Yngri flokkar | Markmannsæfingar í Víkinni og KA heimilinu um helgina

Sunnudaginn 7. nóvember verður markvarðateymið með 2 opnar æfingar á 2 mismunandi stöðum.

10:00-11:00 verður opin æfing í Víkinni fyrir alla áhugasama markverði, foreldra og þjálfara.

11:00-12:15 verður svo opin æfing í KA-heimilinu fyrir alla áhugasama markverði á norðurlandi. Allir markverðir KA og Þórs í karla og kvennaflokki eru sérstaklega velkomnir sem og foreldrar og þjálfarar.

Markvarðateymið hlakka til helgarinnar og vonast eftir góðri mætingu á báðum stöðum.

Við minnum á kennsluefni í markvarðaþjálfun sem er öllum aðgengilegt inni á www.hsi.is. Þar er t.d. æfingabanki sem gæti verið áhugavert að skoða.