Sunnudaginn 21. nóvember er komið að næstu HSÍ markvarðaæfingu.
Æfingin er opin fyrir alla markverði sem vilja bæta sig með því að fá aukaæfingu og fróðleik til að taka með sér inn í næstu æfingatörn.Sem fyrr verðum við í Víkinni klukkan 10:00 – 11:00.

Umsjón með æfingunni verður í höndunum á Magnúsi Inga og Sögu Sif úr markvarðateymi HSÍ.

Teymið hvetur alla áhugasama markverði til að mæta og foreldran til að horfa á.

Vonandi sjáum við sem flesta.

Handboltakveðjur,
Markvarðateymi HSÍ