ÍBV er Íslandsmeistari í 4.kv. eldri eftir sigur á Fylki, 21-17 í miklum spennuleik.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en ÍBV seig framúr undir lok hálfleiksins, staðan 9-7 fyrir ÍBV þegar flautað var til leikhlés.

Fylkir koma af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og náðu fljótlega að jafna og var leikurinn í járnum þar til um 5 mínútur voru eftir en ÍBV reyndist sterkari aðilinn í lokin. Lokatölur 21-17 fyrir ÍBV.

Andrea Gunnlaugsdóttir var valin maður leiksins en hún átti stórleik í marki ÍBV.

Við óskum ÍBV til hamingju með titilinn.