Haukar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í 3.fl.ka. með eins marks sigri gegn Val í frábærum handboltaleik.

Frá fyrstu mínútu var leikurinn hraður og skemmtilegur, liðin skiptust á að skora en markvarsla og varnarleikur sátu á hakanum. Staðan í hálfleik 14-15 Val í hag.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust fljótlega 2 mörkum yfir en Valsmenn komu jafnharðan tilbaka og eftir 45 mínútur var ennþá allt jafnt, 21-21. Lokamínúturnur voru æsispennandi en að lokum voru það Haukar sem höfðu eins marks sigur, 26-25.

Orri Freyr Þorkelsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 9 mörk fyrir Hauka í leiknum.

Markaskorar Hauka:

Orri Freyr Þorkelsson 9, Darri Aronsson 5, Einar Ólafur Valdimarsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Kristinn Pétursson 2, Jörgen Freyr Guðmundsson 2, Karl Viðar Pétursson 1.

Markaskorar Vals:

Tumi Steinn Rúnarsson 8, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 5, Sveinn Jose Rivera 4, Ásgeir Snær Vignisson 3, Arnór Snær Óskarsson 3, Markús Björnsson 2.

Upptöku frá leiknum má sjá neðst í fréttinni.

Haukar eru Íslandsmeistarar í 3.ka. 2017. #handbolti #urslit17

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on