Grótta varð í dag Íslandsmeistari í 4.kv. yngri eftir sigur á Haukum í bráðskemmtilegum leik.

Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og aldrei munaði meira en einu marki, þegar liðin gengu til búningsklefa hafði Grótta eins marks forystu 7-6.

Grótta hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og náði strax góðri forystu. Haukar minnkuðu muninn í 1 mark þegar innan við 5 mínútur voru til leiksloka en Grótta skoraði seinustu 3 mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn, 14-10.

Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir var valin maður leiksins en hún skoraði 3 mörk fyrir Gróttu í leiknum.

Við óskum Gróttu til hamingju með titilinn.