Fram er Íslandsmeistari í 3.fl kvenna eftir sigur á FH, 21-19.

Fram var mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var með forystu 13-6 að honum loknum.

FH stúlkur gáfust hins vegar ekki upp og komu gríðarlega ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Náðu þær að minnka muninn í 2 mörk þegar lítið var eftir að leiknum en komust ekki nær og Fram landaði sigri 21-19.

Lena Margrét Valdimarsdóttir var valin maður leiksins en hún skoraði 7 mörk í leiknum.

Við óskum Fram til hamingju með titilinn.