FH varð í dag Íslandsmeistari í 4.kv. eldri eftir æsispennandi úrslitaleik gegn ÍR.

ÍR liðið hóf leikinn af miklum krafti og komst í 6-1 forystu eftir 10 mínútnu leik. En þegar líða tók á hálfleikinn sendi FH liðið markvörðinn með í sóknina og í framhaldinu fór forysta ÍR að minnka, staðan í hálfleik 12-9 ÍR í hag.

FH liðið hélt áfram að minnka muninn í byrjun síðari hálfleiks og eftir 8 mínútur var staðan jöfn, 13-13. Þó að ÍR hafi aftir náð forystu var hún aldrei meira en 1-2 mörk og FH skammt undan. Þegar 5 mínútur voru eftir jafnaði FH liðið á nýjan leik og tryggðu sér svo magnaðan sigur 21-20 eftir að hafa verið undir meira og minna allan leikinn.

Silvía Blöndal úr FH var valin maður leiksins en hún skoraði 5 mörk og varði 12 skot í markinu.

Markaskorarar FH:

Sylvía Blöndal 5, Hildur Guðjónsdóttir 4, Svala Pálmarsdóttir 4, Valgerður Valsdóttir 3, Viktoría Jasonardóttir 2, Rakel Sigmarsdóttir 1, Helga Yngvadóttir 1, Hulda Þormar 1.

Markaskorarar ÍR:

Tina Stojanovic 10, Helga Björg Pétursdóttir 5, Birta Líf Haraldsdóttir 3, Adda Sólbjört Högnadóttir 1, Ásthildur Rafnsdóttir 1.

Upptöku af leiknum má finna neðst í fréttinni.

 

FH er Íslandsmeistari í 4.kv. eldri. #handbolti #urslit17

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on