Í kvöld mætast Valur og Stjarnan í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil Olís deildar kvenna.

Með sigri í kvöld tryggir Stjarnan sér titilinn en sigri Valur verður oddaleikur á laugardaginn.

Leikið er í Vodafone Höllinni og hefst leikurinn kl.19.45 í beinni útsendingu á RÚV Íþróttir.