Valur varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks karla yngri eftir sigur á FH 25-24 í æsispennandi leik í Úlfarsárdal þar sem úrslitadagur yngri flokka fer fram.

Staðan í hálfleik var 15-13 Val í vil.

Maður leiksins var valinn Gunnar Róbertsson, leikmaður Vals, en hann átti stórleik og skoraði 10 mörk.