Valur komst í úrslit FÍ deildarbikar karla þegar liðið sigraði FH 32-28 í æsispennandi tvíframlengdum leik í Strandgötu.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 23-23 og eftir fyrri framlengingu 25-25.

Leikurinn var æsispennandi allan tímann og skiptust liðin á forystu. Þegar kom að síðari framlengunni reyndist Valur sterkari aðilinn í leiknum.

Úrslitaleikurinn hefst á morgun, sunnudag, kl.15.00 í Strandgötu.