Valur varð í kvöld FÍ deildarbikarmeistarar karla eftir sigur á Aftureldingu 34-33 eftir vítakeppni.

Eins og gefur að skilja var leikurinn æsispennandi allan leikinn og var jafnt að loknum venjulegum leiktíma 23-23, eftir fyrri framlengingu varð staðan 27-27 og að loknum þeirri síðari var staðan 31-31.

Stephen Nilsen reyndist svo hetja Valsmanna í vítakeppninni en hann varði 3 víti og var hann valinn maður leiksins.