Valur tryggði sér í dag Coca-Cola bikarmeistaratitilinn í 4.flokki karla Y með því að leggja Framara að velli í úrslitaleik í Laugardalshöll 33-24. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13.

Mörk Fram: Ólafur Haukur Júlíusson 13, Unnar Steinn Ingvarsson 6, Vlado Glusica 2, Már Ægisson 1, Páll Birkir Reynisson 1, Hermann Björn Harðarson 1.

Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 10, Sigurður Jökull Ægisson 2.

Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 16, Orri Hreiðarsson 5, Tumi Steinn Rúnarsson 4, Birgir Rafn Gunnarsson 3, Úlfar Monsi Þórðarson 2, Eiríkur Guðni Þórarinsson 2, Viktor Andri Jónsson 1.

Varin skot: Logi Tómasson 6, Sveinn Óli Guðnason 1.

Maður leiksins: Arnór Snær Óskarsson, Val.