Útbreiðsla | Skólamót í handbolta

Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir grunnskólamóti í handknattleik. Leikið er eftir mjúkboltareglum með 4 leikmönnum inn á vellinum í einu.

Grunnskólamótið er fyrir 5. og 6.bekk og er leikið í hvorum árgangi fyrir sig.

Leikið er í karla- og kvennaflokki en þó er leyfilegt að senda til liðs blönduð lið sem spila þá í karlaflokki.

Skólar hvattir til að senda eins mörg lið í hverjum árgangi fyrir sig og þeir hafa burði til.

Í samstarfið við alla grunnskóla á landinu er mótið haldið í fyrsta skipti og verður leikið á höfuðborgarsvæðinu vikuna 17.-19.apríl 2023.