Útbreiðslustarf | Handboltaæfingar á Akranesi

HSÍ – Handknattleikssamband Íslands í samstarfi við ÍA og íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar verða með kynningu á handbolta næstu sunnudaga og bjóða upp á æfingar fyrir börn á grunnskólaaldri.

Æfingar fara fram í Íþróttahúsinu á Vesturgötu og verður um tvo aldurshópa að ræða til að byrja með.
1. – 4. bekkur
kl. 14:00 – 15:00
5. – 7. bekkur
kl. 15:00 – 16:00

Þjálfarar verða þau Ingvar Örn Ákason og Kolbrún Helga Hansen en bæði hafa þau reynslu af þjálfun í handknattleik.

Æfingar hefjast næstkomandi sunnudag (5. febrúar), allir velkomnir á æfingarnar sem verða iðkendum að kostnaðarlausu.

Við hvetjum alla til að koma og prófa, æfingarnar halda áfram næstu sunnudaga og við lofum lífi og fjöri fyrir alla sem mæta.