Útbreiðsla | Ný lið mæta til leiks

Síðustu helgi tók 6. fl. kv. yngra lið Harðar frá Ísafirði og sameiginlegt lið 6. fl. ka yngri Víkings í Ólafsvík og Reynis á Hellissandi í fyrsta skiptið þátt í fjölliðamóti yngri flokka HSÍ. Lið Harðar nýtti ferðina í borgina m.a. í það að horfa á stelpurnar okkar leika við B-lið Noregs og fékk mynd af sér með landsliðinu að leik loknum.

Það er frábært að sjá ný lið taka þátt í fjölliðamótum yngri flokka HSÍ og nú um helgina mætir 5. ka. yngri liðs Víðis frá Garði til leiks að Ásvöllum.

Handboltaæfingar halda áfram í Reykjanesbæ næsta sunnudag en æft verður í Háaleitisskóla og eru æfingartímarnir eftirfarandi:
1. – 4. bekkur kl. 11:00 – 12:00
5. – 8. bekkur kl. 12:00 – 13:00