Nú á dögunum tók Snæfellsbær þátt í alþjóðlegri íþróttaviku Evrópu og efndu því til “Heilsudaga Snæfellsbæjar”

Vonir standa til að stofnuð verði handknattleiksdeild í Snæfellsbæ á næstunni og tók HSÍ þátt í Heilsudögunum með því að senda unglingalandsliðsþjálfara til að sá um æfingar fyrir yngstu iðkendur.

Afrakstur dagsins má sjá á meðfylgjandi myndskeiði 😊

Við vonumst að sjálfsögðu eftir að Snæfellsbær muni á komandi tímum senda lið til þátttöku í yngri flokkum.

Áfram handbolti!