Útbreiðsla | Frábær mæting í Reykjanesbæ

Það var svo sannarlega mikil stemning þegar HSÍ var með kynningu á handbolta síðastliðin sunnudag í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ.
Logi Geirsson og Freyr Brynjarsson stýrðu æfingunni og var mætingin frábær.

Við hvetjum alla til að koma og prófa, æfingarnar halda áfram næstu sunnudaga og eru kl 11:00-12:00 fyrir 1.-4.bekk og 12:00-13:00 fyrir 5.-8.bekk.