Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Filip Andonov leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Fram og Gróttu í 3.fl.ka 11.11.2015. Jafnframt sýndi hann af sér grófa óíþróttamannslega framkomu við dómara er hann fékk útilokunina og eftir leik. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í þriggja leikja bann.

2. Aron Ö Heimisson leikmaður Fram fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar í kjölfar brottvísunnar í leik Fram og Gróttu í 3.fl.ka. 11.11.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

3. Ketill Heiðar Hauksson leikmaður Mílunnar fékk útilokun með skýrslu vegna brots í leik Fjölnis og Mílunnar í M.fl.ka. 13.11.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

4. Einar Ólafsson leikmaður Vals fékk útilokun með skýrslu vegna brots á síðustu mínútu í leik KA og Vals í 4.fl.ka. 15.11.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson.

Úrskurðurinn tekur gildi kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 19.nóv. 2015