Undanúrslitin í Coca-Cola bikarkeppni karla í handknattleik fara fram í Laugardalshöll í dag og kvöld. Valur og FH hefja leik klukkan 17.15 og klukkan 20.00 verður flautað til leiks ÍBV og ríkjandi bikarmeistara Hauka.

 

Valur – FH


Leiðin í undanúrslitin:

Valur –            1.umferð – Selfoss, 27-17.

                         2.umferð – KR, 31-23

                         8-liða úrslit – Akureyri, 28-21.

FH –                 1.umferð – sátu hjá.

                        2.umferð – Fram, 28-24.

                        8-liða úrslit – Stjarnan, 29-28.

Valur komst í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarkeppni karla á síðustu leiktíð og
FH-ingar í undanúrslit. Bæði lið töpuðu fyrir verðandi bikarmeisturum
Hauka.


Valsmenn hafa átta sinnum fagnað sigri í karlaflokki í bikarkeppni HSÍ, oftar en nokkurt annað lið, og fögnuðu síðast sigri árið 2011.

FH-ingar hafa fimm sinnum orðið bikarmeistarar karla, síðast árið 1994.

Valur og
FH hafa mæst tvisvar í Olís-deildinni á yfirstandandi leiktíð og svo skemmtilega vill til að leikirnir fóru fram með fjögurra daga millibili nú í febrúar.
Valsmenn unnu í Kaplakrika 27-22 og að Hlíðarenda 31-28.

Valsmenn sitja á toppi Olís-deildarinnar og hafa skorað 556 mörk og fengið á sig 476 í 20 leikjum (mt. 27.8 – 23.8).
Valsmenn hafa skorað flest mörk allra liðanna í deildinni, þremur meira en
ÍR-ingar sem eru næstmarkahæstir, og aðeins tvö lið hafa fengið á sig færri mörk;
Afturelding og
ÍBV. Eyjamenn hafa reyndar leikið einum leik færra.

FH-ingar sitja í fjórða sæti Olís-deildarinnar og hafa skorað 528 mörk og fengið á sig 505 mörk í 20 leikjum (mt. 26.4 – 25.3). Aðeins
Valur og
ÍR hafa skorað fleiri mörk, en hins vegar hafa aðeins þrjú lið fengið á sig fleiri mörk;
ÍR, Fram og
HK.

 

ÍBV – Haukar

Leiðin í undanúrslitin:

ÍBV –               1.umferð – sátu hjá.

                        2.umferð – ÍR, 31-22.

                        8-liða úrslit – Afturelding, 25-23.

Haukar –         1.umferð – sátu hjá.

                        2.umferð – Haukar 2, 36-21.

                        8-liða úrslit – ÍBV 2, 33-21

ÍBV komst í 16-liða úrslit Coca-Cola bikarkeppni karla á síðustu leiktíð, en tapaði þar fyrir
Aftureldingu 35-39.
Haukar urðu Coca-Cola bikarmeistarar á síðustu leiktíð, unnu
ÍR-inga í úrslitaleik og fögnuðu þar með öðrum bikarmeistaratitli sínum á þremur árum.

ÍBV hefur einu sinni orðið bikarmeistari karla í handknattleik, árið 1991.

Haukar hafa sjö sinnum orðið bikarmeistarar karla, aðeins
Valsmenn hafa unnið bikarinn oftar.
Haukar urðu síðast bikarmeistarar í fyrra og hafa orðið bikarmeistarar tvisvar á þremur árum og þrisvar á fimm árum.

ÍBV og
Haukar hafa mæst tvisvar í Olís-deildinni á yfirstandandi leiktíð.
Eyjamenn fögnuðu sigri að Ásvöllum seint í október, 26-23, og
Haukar svöruðu með sigri í Eyjum í byrjun febrúar, 21-17.

ÍBV situr í fimmta sæti Olís-deildarinnar og hefur skorað 492 mörk og fengið á sig 467 mörk í 19 leikjum (mt. 25.9 – 24.6).
ÍBV og
Stjarnan hafa leikið 19 leiki í deildinni, öll önnur lið hafa leikið 20 leiki.

Haukar sitja í sjötta sæti Olís-deildar karla og hafa skorað 492 mörk og fengið á sig 479 mörk í 20 leikjum (mt. 24.6 – 23.9). Þrjú af fjórum efstu liðum deildarinnar,
Valur, ÍR og
FH hafa skorað fleiri mörk en
Haukar í deildinni og aðeins toppliðin tvö,
Valur og
Afturelding, ásamt
ÍBV, hafa fengið á sig færri mörk, en
ÍBV hefur leikið færri leiki.