Íslenska karla U-21 landsliðið heldur á morgun til Gornji Milanovac í Serbíu þar sem liðið tekur þátt í forkeppni fyrir HM U-21 landsliða. Grikkir og Litháen eru ásamt Serbum og Íslendingum í 5. riðli forkeppninnar.

Leikirnir fara fram 6. til 8. janúar í Hala Breza höllini sem tekur 1.500 manns í sæti.

Með sigri í forkeppninni tryggja íslensku strákarnir sér sæti á HM sem að þessu sinni fer fram í Alsír í sumar, en einungis eitt lið tryggir sér þáttökurétt á lokamótinu.

Íslenska hópinn skipa:

Markmenn

Einar Baldvin Baldvinsson, Víkingur

Grétar Ari Guðjónsson, Haukar

Útileikmenn

Arnar Freyr Arnarsson, Fram

Aron Dagur Pálsson, Grótta

Elvar Örn   Jónsson, Selfoss

Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH

Hergeir Grímsson, Selfoss

Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir

Leonharð Þorgeir Harðarson, Grótta

Óðinn Þór Ríkharðsson, FH

Ómar Ingi Magnússon, Århus handbold

Sigtryggur Daði Rúnarsson, AUE

Sturla Magnússon, Valur

Sveinn Jóhannsson, Fjölnir

Teitur Örn Einarsson, Selfoss

Ýmir Örn Gíslason, Valur

Þjálfarar eru Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal en að auki fara Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari, Sverrir Reynisson, liðsstjóri og Jóhannes Runólfsson, fararstjóri.

Fysti leikurinn er gegn Litháen kl 15:00 á föstudag, 6. janúar.

Annar leikurinn er gegn Grikklandi kl 15:00 á laugardag, 7. janúar.

Þriðji leikurinn er gegn Serbíu kl 12:00 á sunnudag, 8. janúar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu EHF.

Allir leikirnir verða í beinni stöðulýsingu (Live Ticker) sem nálgast má á heimasíðu EHF.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter,
Instagram og
Vine.Mynd frá æfingu liðsins í gær