Stelpurnar okkar lentu í kröppum dansi í dag gegn frábæru ungversku liði.

Jafnt var á með liðunum fyrst mínúturnar en um miðjan fyrri hálfleik fór að draga sundur með liðnum og var staðan í hálfleik 10-22.

Stelpurnar okkar áttu fá svör í síðari hálfleik og þær ungversku héldu áfram að auka muninn allt til enda, lokatölur 21-39.

Markahæstar hjá íslenska liðinu voru þær Ragnheiður Júlíusdóttir með 6 mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir með 4 mörk.

Íslenksa liðið spilar á morgun við Austurríki kl.11.00 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Þar ræðst hvort íslenska liðið komist á HM í Rússlandi í sumar.