U 19 ára landslið karla tapaði fyrri vináttuleik sínum gegn Færeyjum, 36-33 en Færeyjar leiddu með einu marki í hálfleik, 18-17.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Færeyingar voru sterkari á endasprettinum.

Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 10, Hinrik Hugi Heiðarsson 5, Reynir Stefánsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Össur Haraldsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 2, Birkir Steinarsson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2 og Daníel Örn Guðmundsson 1.
Ísak Steinsson varði 10 skot og Daði Bergmann Gunnarsson 1.

Íslenska liðið fékk átta brottvísanir í leiknum en Færeyingar eina.

Liðin mætast aftur á morgun kl.15.00 og verður leiknum streymt á live.hsf.fo.