U19 karla | Stórsigur gegn S-Kóreu

U-19 ára landsið karla lék fyrsta leikinn í forsetabikarnum á HM í Króatíu í dag. Mótherjarnir voru Suður-Kórea, lágvaxnir en snarpir leikmenn sem spila öðruvísi handbolta en við eigum að venjast.

Leikurinn fór rólega af stað og þó strákarnir okkar hafa verið með frumkvæðið allan tímann gekk illa að hrista fríska leikmenn S-Kóreu af sér. Það var ekki fyrr en á lokamínútum fyrri hálfleiks sem dróg í sundur með liðunum, 18-13 þegar flautað var til hálfleiks.

S-Kórea hóf síðari hálfleikinn af krafti en þá sögðu okkar strákar hingað og ekki lengra, 5:1 varnarleikurinn skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupum auk þess sem markverðir íslenska liðsins áttu stórleik. Það má segja að síðari hálfleikurinn hafi verið einstefna það sem eftir lifði leiks, lokatölur 38-23 fyrir strákana okkar.

Markaskorarar Íslands:
Hinrik Hugi Heiðarsson 6, Elmar Erlingsson 5, Kjartan Þór Júlíusson 4, Össur Haraldsson 4, Andri Fannar Elísson 3, Eiður Rafn Valsson 3, Reynir Þór Stefánsson 3, Birkir Snær Steinsson 2, Daníel Örn Guðmundsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Haukur Ingi Hauksson 1, Hans Jörgen Ólafsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.

Ísak Steinsson varði 16 skot og Breki Hrafn Árnason varði 3 skot.

Á morgun leika strákarnir okkar gegn Bahrein kl. 13:30 að íslenskum tíma. Við vanda munum við birta upplýsingar um streymi á miðlum HSÍ á leikdegi en viljum annars minna á vandaða umfjöllun um íslenska liðið og HM í Króatíu á handbolti.is