U19 karla | Sigur á Hollendingum
U-19 ára landsliðið lék lokaleik sinn í riðlakeppni Sparkassen Cup nú rétt í þessu. Hollendingar höfðu tapað báðum leikjum sínum í riðlinum en gáfu íslenska liðinu þó hörkuleik framan af.
Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi sofið á verðinum framan af leik, Hollendingar leiddu fyrstu 20 mínúturnar og náðu mest 5 marka forystu. Strákarnir okkar náðu þó að rétta úr kútnum á lokamínútum hálfleiksins og þegar liðin gengu til búningsklefa var jafnt, 11-11.
Það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik, fljótlega dró í sundur með liðunum og ljóst í hvað stefndi. Varnarleikur og markavarsla var grunnurinn að góðum sigri og stór hluti íslensku markanna komu úr hraðaupphlaupum. Leikurinn endaði með 10 marka sigri strákanna okkar, 29-19.
Markaskorarar Íslands:
Baldur Fritz Bjarnason 6, Garðar Ingi Sindrason 5, Bessi Teitsson 4, Andri Erlingsson 3, Leó Halldórsson 2, Daníel Bæring Grétarsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Ágúst Guðmundsson 2, Dagur Leó Fannarsson 1, Jason Stefánsson 1 og Max Emil Stenlund 1.
Sigurjón Atlason varði 10 skot og Jens Sigurðarson varði 2 skot.
Á morgun leikur íslenska til undanúrslita kl. 10.50 að íslenskum tíma. Þar verða andstæðingarnir annað hvort Sviss eða Serbía en þau lið mætast á síðar í dag.