U19 karla | Sannfærandi sigur gegn Japan

U-19 ára landslið karla lék sinn annan leik á HM í Króatíu gegn Japan í dag, eftir vonbrigði gærdagsins voru menn staðráðnir í að gera betur í dag.

Eftir markaþurrð á upphafsmínútum leiksins vorum það strákarnir okkar sem tóku frumkvæðið og leiddu framan af leik. Japanir náði að minnka niður í eitt mark, 10 – 9 þegar skammt var til leikhlés en strákarnir okkar leiddu 12-10 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Í síðari hálfleik kom annað lið inná leikvöllinn og eftir nokkrar mínútur var ljóst í hvað stefndi, varnarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar og smám saman jókst munurinn á liðunum. Að lokum vannst sannfærandi 7 marka sigur 35 – 28.

Markaskorarar Íslands:
Össur Haraldsson 5, Andri Fannar Elísson 4, Daníel Örn Guðmundsson 4, Elmar Erlingsson 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Hans Jörgen Ólafson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1.

Ísak Steinsson varði 12 skot og Breki Hrafn Árnason 1.

Það er stór leikur framundan á laugardaginn þegar strákarnir okkar mæta Egyptum, ennþá er möguleiki á sigri í riðlinum en ef illa fer gæti íslenska liðið endaði í neðri hlutanum. Það er því óhætt að segja að það sé úrslitaleikur um framhaldið, strákarnir vita það best að þeir eiga töluvert inni bæði í vörn og sókn og vonandi verður áframhaldandi framför á leik liðsins.