U19 karla | 5 marka tap gegn Svíum

U-19 ára landslið karla lék í undanúrslitum forsetabikarsins á HM í Króatíu nú í kvöld. Ísland og Svíþjóð hafa marga hildina háð á vellinum í gegnum tíðina og eins og svo oft áður varður úr spennandi leikur.

Jafnt var á með liðunum í upphafi, lítið um varnir en að sama skapi mikið skorað. Liðin skiptust á að leiða allan hálfleik en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 21-20 strákunum okkar í hag.

Svíar hófu síðari hálfleikinn betur og náðu 2-3 marka forystu í upphafi síðari hálfleiks. Lengi vel hélst sá munur á liðunum en lokamínútum dró aftur í sundur með liðunum og niðurstaðan 5 marka sigur Svía, 36-41.

Markaskorar Íslands:
Reynir Þór Stefánsson 9, Eiður Rafn Valsson 8, Össur Haraldsson 8, Elmar Erlingsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 2, Haukur Ingi Hauksson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.

Ísak Steinsson varði 6 skot og Breki Hrafn Árnason varði 3 skot.

Þetta þýðir að íslenska liðið leikur um 3. sætið í forsetabikarnum og 19. sætið í mótinu. Sá leikur fer fram strax á morgun kl. 15:30 að íslenskum tíma og verða andstæðingarnir lið Svartfjallands.