U18 landslið kvenna er nú statt í Póllandi en liðið tekur þar þátt í æfingarmóti ásamt Tékklandi, Póllandi og Hvíta Rússlandi.

Í dag léku þær fyrsta leik sinn á mótinu þar sem þær spiluðu við Tékka.

Íslensku stelpurnar hófu leikinn af miklum krafti og höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn, staðan í hálfleik var 10-8 íslensku stúlkunum í hag.

Tékkum óx ásmeginn eftir því sem leið á seinni hálfleikinn, náðu að jafna og við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem Tékkar voru ívið sterkari. Lokatölur 21-19 Tékkum í vil.

Markarskor Íslands í leiknum:

Alexandra Birgisdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Eyrún Ósk Hjartardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 3, Anna Stefánsdóttir 2, Berlind Þorsteinsdóttir 1.

Ástrós Anna Bender varði 15 skot í markinu.