Annan daginn í röð tapa stelpurnar eftir hörkuleik þar sem úrslitin ráðast á lokamínútum.

Íslensku stúlkurnar voru með yfirhöndina framan af leik og var staðan 11-9 í hálfleik. Þegar leið á seinni hálfleikinn náðu þær pólsku að jafna og síga framúr.

 Lokamínúturnar voru æsispennandi en það voru þær pólsku sem uppskáru sigur, 22-19.

Markaskor Ísland:

Sandra Erlingsdóttir 7, Lovísa Thompson 4, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Elín Helga Lárusdóttir 2, Elva Arinbjarnar 1, Alexandra Birkisdóttir 1, Anna Katrín Stefánsdóttir 1, Ragnhildur Þórðardóttir 1.

Ástrós Anna Bender varði 11 skot og Ástríður Gísladóttir varði 3 skot.U18 kvenna