U17 kvenna | Tap í fyrri leiknum gegn Tékkum

U-17 ára landslið kvenna mætti Tékkum í vináttulandsleik þar ytra fyrr í.

Það er óhætt að segja að allt hafi gengið á afturfótunum í fyrri hálfleik, stelpurnar fundu sig engan veginn hvorki í vörn né sókn á meðan heimakonur röðuðu inn mörkum, staðan 5-18 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Strax í síðari hálfleik mátti sjá mikil batamerki á leik stelpnanna okkar, smá saman þéttist vörnin og mörkin komu hvert á fætur öðru á hinum enda vallarins. Lokatölur 29-18, þó að leikurinn hafi ekki verið spennandi lofaði síðari hálfleikurinn góðu fyrir morgundaginn og stelpurnar eru staðráðnar í að gera betur í síðari leik liðanna.

Markaskorarar Íslands:
Guðrún H. Traustadóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 5, Dagmar Pálsdóttir 3, Ester Amíra Ægisdóttir 2, Guðmunda A. Guðjónsdóttir 1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1 og Bergrós Á Guðmundsdóttir 1.

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 7 skot og Sif Hallgrímsdóttir varði 9 skot.

Liðin mætast aftur á morgun, því miður er ekki streymt frá leiknum en fjallað verður um hann á miðlum HSÍ.