U17 kvenna | Sigur gegn Svartfjallalandi

Íslensku stelpurnar unnu frábæran sigur á Svartfjallandi í Podgorica fyrr í kvöld. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir íslensku stúlkunum og lokatölur 20-18. Vörn og markvarsla einkenndi leik íslenska liðsins og var frábært að sjá liðsheildina. Ítarlegri umfjöllun og markaskorara má finna á https://handbolti.is