U17 kvenna | 6 marka tap gegn Tékklandi

U17 kvenna tapaði lokaleik sínum í riðlinum 28-22 eftir erfiðan fyrri hálfleik.

Stelpurnar byrjuðu leikinn illa og náðu sér ekki á strik sóknarlega. Tékkarnir gengu á lagið og refsuðu grimmilega fyrir mistök sóknarlega. 16-7 í hálfleik.

Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til íslenska liðsins og áttu þær tvisvar möguleika á að minnka muninn í 2 mörk en nær komust þær ekki.

Þetta þýðir að þær muni keppa um 9.-16.sætið næstkomandi þriðjudag og miðvikudag.

Ítarlegri umfjöllun og markaskor má finna á www.Handbolti.is