U17 kvenna | 34-25 sigur gegn Norður Makedóníu

Íslensku stelpurnar unnu 34-25 sigur gegn Norður Makedóníu í leik um 15. sætið. Stelpurnar mættu vel ákveðnar til leiks og sást strax frá fyrstu mínútu að þær ætluðu að skila góðri frammistöðu.

Leikurinn var í nokkru jafnvægi í fyrri hálfleik en um miðbik hálfleiksins skipti íslenska liðið um vörn sem setti andstæðingana í erfiðar stöður.

Í seinni hálfleik héldu þær uppteknum hætti og kláruðu leikinn mjög fagmannlega.

Nánari umfjöllun og markaskor má finna á www.Handbolti.is