U17 kvenna | 34-23 tap gegn Svíþjóð

U-17 kvk tapaði í dag lokaleik sínum í milliriðli gegn sterku liði Svía.

Íslensku stelpurnar héldu í við þær sænsku í fyrri hálfleik þó þær sænsku hafi verið skrefi á undan allan hálfleikinn. 16-15 hálfleikstölur.

Í seinni tóku sænsku stelpurnar yfir leikinn í stöðunni 19-18 og unnu að lokum 34-23

sigur.

Hrafnhildur Skúladóttir liðstjóri átti afmæli í dag og óskum við henni innilega til hamingju með daginn.

Nánari umfjöllun og markaskor má finna á www.Handbolti.is