U17 kvenna | 25-21 tap gegn Sviss

U-17 kvk tapaði í dag sinn fyrsta leik í milliriðli gegn Sviss. Stelpurnar spiluðu frábæran varnarleik í 50 mínútur en gerðu sig sekar um klaufaleg mistök á síðustu mínútum leiksins og Svisslendingar gengu á lagið.

Íslensku stelpurnar voru 17-15 yfir þegar 10 mínútur voru eftir en brösugur sóknarleikur á lokamínútum leiks urðu íslensku stelpunum að falli.

Næsti leikur er strax á morgun gegn Svíum klukkan 11:30 á íslenskum tíma sem sker úr um hvaða sæti liðið lendir í milliriðlinum

Nánari umfjöllun og markaskor má finna á www.Handbolti.is