Í kvöld lék u-17 ára landslið karla við Ungverjaland í Abbeville í Frakklandi. Þetta var seinasti leikur liðsins í 4 landa móti sem Frakkar boðuðu til.

Íslensku strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og voru yfir fyrsta korterið. En þá fór sóknarleikurinn að hiksta og ungverjar gengu á lagið. Staðan í hálfleik 16-11 Ungverjum í hag.
Strákarnir okkar komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og eftir 5 mínútur var munurinn kominn niður í tvö mörk, 17-15. Næstu 10 mínútur var nokkuð jafnt á með liðunum en að lokum skildu Ungverjar sig frá og unnu 35-28.
Mörk Ísland :
Arnór Óskarsson 5, Ólafur Júlíusson 5, Arnar Rúnarsson 3, Dagur Gautason 3, Daníel Rúnarsson 3, Goði Sveinsson 3, Haukar Þrastarson 3, Dagur Kristjánsson 2, Tjörvi Gíslason 1.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot og Páll Eiríksson varði 5 skot.
Þetta voru fyrstu leikir strákanna á erlendri grundu, þeir unnu einn leik en töpuðu tveim. Verkefnið er góður undirbúningur fyrir komandi Evrópu- og heimsmeistaramót yngri landsliða, en næsta stóra verkefni liðsins er opna Evrópumótið í Svíþjóð næsta sumar.