U16 | Tap fyrir Svíþjóð

U16 ára landslið kvenna tapaði í dag fyrir Svíþjóð 30-25 í leik liðsins í krossspili um sæti á 5.-8. á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 13-11 fyrir Svíþjóð.

Sænska liðið hóf leikinn betur en íslensku stúlkurnar voru aldrei langt undan og náðu að jafna í 5-5 og 9-9 en staðan í hálfleik var 13-11 fyrir Svíum.

Sænsku stúlkurnar byrjuðu svo síðari hálfleik mun betur og náðu fljótt 5 marka forystu og þrátt fyrir nokkur áhlaup íslenska liðsins náði það aldrei að jafna og 5 marka ósigur niðurstaðan.

Ísland leikur á morgun um 7.sæti og hefst leikurinn kl.11.30 og verður mótherjinn annað hvort Spánn eða Noregur.

Markaskor íslenska liðsins: Laufey Helga Óskarsdóttir 7, Ebba Guðríður Ægisdóttir 5, Dagný Þorgilsdóttir 3, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Silja Katrín Gunnarsdóttir 2, Guðrún Antonía Jóhannsdóttir 2, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1, Roksana Jaros 1 og Eva Steinsen Jónsdóttir 1.

Í markinu varði Arna Sif Jónsdóttir 5 bolta og Danijela Sara B. Björnsdóttir 5.