U16 karla landsliðið áttu skínandi góðan leik í gærkvöldi gegn nágrönnum okkar í Grænlenska U18 liðinu. Íslenska strákarnir náðu snemma góðri forystu og héldu markinu hreinu fyrstu 19mínútur leiksins, hálfleikstölur voru 12-4. Í síðari hálfleik hélt áfram að draga í sundur með liðunum allt til enda, lokatölur voru 29-13.

Markskorarar Ísland:

Haukur Þrastarson 7, Dagur Gautason 5, Hafsteinn Óli Ramos Roca 4, Eiríkur Þórarinsson 3, Sigurður Kristófer Skjaldarson 3, Egill Már Hjartarson 2, Unnar Steinn Ingvarsson 2, Aron Breki Aronsson 1, Magnús Ingi Nielsen 1, Jónas Eyjólfur Jónasson 1.

Leikinn má sjá í heild sinni
hér.

Liðin spila aftur í dag kl.17 í Fjölnishúsinu og verður leikurinn í beinni útsendingu á FJÖLNIR TV.