Nokkuð jafnræði var í upphafi leiks en íslensku strákarnir höfðu þó yfirhöndina. Eftir rúmar 10 mín jöfnuðu Litháar 5-5 en þá settu strákarnir í næsta gír og juku forskotið stöðugt eftir því sem fyrri hálfleikurinn leið. Staðan í hálfleik var 16-11 fyrir Íslandi.

Litháar mættu aftur ferskir í seinni hálfleikinn og minkuðu muninn í 3 mörk eftir 10 mín leik, 20-17 og 21-18. Þá bættu Íslendingarnir aftur í, skorðu 5 mörk í röð á næstu 10 mínútum. Mest náðu strákarnir 8 marka mun og þegar leik lauk munaði 7 mörkum, 32-25.

Góður íslenskur sigur og 2 stig í hús. Óðinn var án vafa besti maður leiksins með 11 mörk og var t.d. búinn að skoða 9 mörk í stöðunni 18-13.

Markaskorarar:

Óðinn Þór Ríkharðsson 11, Sigtryggur Rúnarsson 6, Kristján Örn Kristjánsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Hergeir Grímsson 2, Sturla Magnússon 2, Aron Dagur Pálsson 1.

Í fyrri leik dagsins gerðu Grikkir sem lítið fyrir og unnu heimamenn í Serbíu með 3 mörkum, 23-20.

Næsti leikur er á móti Grikklandi á morgun kl 15:00.

Þar sem Serbarnir og EHF bjóða ekki upp á beina útsendingu af leiknum mun HSÍ vera með beina útsendingu á Facebook.

Nánari upplýsingar um leikinn hjá EHF.

Minnum sem fyrr á samfélagsmiðlana 


Facebook
Twitter
Instagram og 
Vine. Og snapchat hjá strákunum sjálfum u96.strakarnir