U-21 karla | Vináttulandsleikir gegn Frakklandi um helgina

Í gærmorgun hélt U-21 karla til Frakklands en liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki um helgina gegn heimamönnum. Strákarnir leika í borginni Amiens en liðið undirbýr sig fyrir þáttöku á heimsmeistaramóti U-21 landsliða sem fram fer í sumar í Þýskalandi og Grikklandi.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30 og verður leiknum streymt á slóðinni hér fyrir neðan en Frakkarnir streyma leiknum gegn gjaldi.
https://www.handballtv.fr/