U-21 karla | Undanúrslit í beinni á RÚV

RÚV hefur ákveðið að vera með undanúrslitaleik Íslands og Ungverjalands í U-21 karla á HM í beinni útsendingu á RÚV 2. Leikurinn fer fram á morgun og hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

RÚV verður einnig með leikina um sæti á sunnudaginn í beinni útsendingu á RÚV 2. Ef strákarnir okkar leika um gullið þá hefst leikurinn 16:00 á sunnudaginn en leikurinn um bronsið hefst kl. 13:30.