U-21 karla | Tap í spennuleik

U-21 árs landslið karla lék gegn Spánverjum í fyrsta leik á Tiby mótinu í Frakklandi í dag. Spánverjar hafa unnið öll þrjú stórmót sem hafa verið haldin fyrir þennan aldursflokk og því ljóst að hér var um sterka andstæðinga að ræða.

Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og hafði frumkvæðið á upphafsmínútunum en fljótlega náði Spánverjar tökum á leiknum og náðu mest 4 marka forystu. Strákarnir okkar voru þó hvergi nærri hættir og náðu að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, lokamínútur fyrri hálfleiks voru þó Spánverja sem skoruðu 3 mörk í röð og leiddu 15-18 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var í járnum frá fyrstu mínútu, þó að Spánverjar hafi leitt með 1-2 mörkum var íslenska liðið rétt á eftir og alltaf líklegir til að jafna og komast yfir. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem Spánverjar náðu að slíta sig frá strákunum okkar og vinna 4 marka sigur, 28-32. Frábær handboltaleikur og íslenska liðið á hrós skilið fyrir góða frammistöðu gegn sterkum andstæðingum.

Markaskorarar Íslands:
Elmar Erlingsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Reynir Þór Stefánsson 5, Þorvaldur Þorvaldsson 3, Össur Haraldsson 2, Birkir Snær Steinsson 2, Sigurður Matthíasson 2, Andri Elísson 2, Eiður Rafn Valsson 1 og Ari Dignus Maríuson 1.

Ari Dignus Maríuson varði 8 skot og Breki Hrafn Árnason varði 7.

Íslenska liðið leikur um 3. sætið á laugardaginn þar sem mótherjarnir verða annað hvort Frakkar eða Ungverjar. Leikurinn hefst kl 16:30 að íslenskum tíma, að sjálfsögðu verður liðinu fylgt eftir á miðlum HSÍ.