Strákarnir okkar leika um bronsverðlaun á morgun. Liðið tapaði fyrir sterku liði Ungverja í dag með sjö marka mun í undanúrslitum, 37:30, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 19:14.

Ungverjar voru einfaldlega betri en við á öllum sviðum og áttu sigurin skilið.

Strákarnir okkar leika um bronsið á morgun við Serba kl. 13:30.

Mörk Íslands: Andri Finnsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Andri Már Rúnarsson 3, Arnór Viðarsson 3, Ísak Gústafsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Stefán Orri Arnalds 1, Tryggvi Þórisson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 2, 14% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 2, 13% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 9%.