U-21 karla | Strákarnir komnir heim með bronsið

U-21 landslið karla kom heim í gær eftir frábæran árangur á HM 2023. Liðið flaug heim frá Berlín með Icelandair og hélt við komuna til landssins í Minigarðinn þar sem HSÍ var með móttöku fyrir leikmenn og aðstandur þeirra.

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ ávarpaði hópinn og skilaði m.a. hamingjuóskum frá forseta Íslands, Íþróttamálaráðherra og ÍSÍ til leikmanna, þjálfara og starfsmanna liðsins.