U-21 árs landslið Ísland tapaði illa fyrir Frökkum í vináttulandsleik í Omnisport höllinni í Abbeville í Frakklandi í gærkvöldi.

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum og elti allan fyrri hálfleikinn, staðan í hálfleik 17-12 fyrir Frakkland.

Í síðari hálfleik var eins og allt loft væri úr okkar mönnum, Frakkar keyrðu yfir strákana okkar og unnu stórsigur, 38-22.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Dagur Arnarsson 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ómar Ingi Magnússon 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Kristján Örn Kristjánsson 1, Hákon Daði Styrmisson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Birkir Benediktsson 1.

Einar Baldvin Baldvinsson varði 11 skot og Grétar Ari Guðjónsson varði 1.

Liðin mætast aftur í Abbeville á morgun kl.18 að íslenskum tíma.