U-21 karla | Sigur gegn Frakklandi

U – 21 árs landslið Íslands vann stórsigur á Frökkum í Abbeville í kvöld. Íslenska liðið lék frábærlega í leiknum. Strákarnir tóku frumkvæði strax í byrjun og voru 16 – 12 yfir í hálfleik. Frakkar minnkuðu munin í 22 – 20 um miðjan seinni hálfleik en eftir það keyrðu strákarnir okkar yfir Frakka endaði leikurinn 24 – 33 fyrir Íslandi.

Vörn og markvarsla var til fyrirmyndar allan leikinn og þá var sóknarleikurinn frábær hjá liðinu í dag.

Mörk Íslands skoruðu Benedikt Gunnar Óskarsson 8, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Símon Michael Guðjónsson 3, Andri Már Rúnarsson 3, Arnór Viðarsson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Tryggvi Þórisson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1 og Stefán Orri Arnalds 1 mark.
Adam Thorstensen varði 16 skot og Bruno Bernat 2 skot.

Adam Thorstensen var valinn maður leiksins.

Liðin leika síðari vináttuleik sinn á morgun kl. 18:30 og verður honum streymt gegn gjaldi á https://www.handballtv.fr/en/player/events/17335c38-9b56-4fb7-b21d-f1dda38533b6/france-islande-u21