U-21 árs landslið karla sigraði í gær Þýskaland 33-30 í æfingarleik en leikið var í Konstant í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 18-14 Íslandi í vil.

Strákarnir eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir HM sem fram fer í Alsír í sumar og mæta þeir Frökkum í 2 vináttulandsleikjum um helgina.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Ómar Ingi Magnússon 6, Óðinn Þór Ríkarðsson 5, Hákon Daði Styrmisson 5, Elvar Örn Jónsson 5, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Kristján Örn Kristjánsson 1, Dagur Arnarsson 1, Aron Dagur Pálsson 1 og Sigtryggur Rúnarsson 1.